Gæti orðið fyrsti þeldökki þingmaðurinn Þorgils Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Karamba Diaby stefnir að því að verða fyrsti þeldökki fulltrúinn á þýska þinginu. Fréttablaðið/AP Þrátt fyrir að fimmtungur Þjóðverja, sem telja nú um 80 milljónir manna, sé innflytjendur eða afkomendur innflytjenda, hafa sárafáir hlotið brautargengi í stjórnmálum. Til dæmis eru einungis 81 nýbúi á framboðslistum flokkanna fyrir þingkosningarnar sem fara fram eftir tæpa tvo mánuði, sem nemur um fjórum prósentum af öllum frambjóðendum. Þó er útlit fyrir ákveðin tímamót í þessum efnum þar sem Karamba Diaby, 51 árs gamall lyfjafræðingur sem fæddist í Senegal, er í baráttusæti fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Saxlandi-Anhalt. Hann gæti orðið fyrsti þeldökki þingmaðurinn í sögu Þýskalands. Diaby hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1986, þegar hann kom til landsins sem námsmaður, og öðlaðist ríkisborgararétt árið 2001. Hann hefur tekið þátt í bæjarstjórnarmálum síðustu tvo áratugi, en lét svo undan þrýstingi um að bjóða sig fram til þings. „Ég átti ekki frumkvæðið,“ segir Diaby af hógværð. „Það voru aðrir sem báðu mig um að bjóða mig fram.“ Þessi þrýstingur er talinn bera vott um að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á pólitísku mikilvægi þess að tefla fram fulltrúum minnihlutahópa, sérstaklega í ljósi laga sem sett voru fyrir um áratug síðan og auðvelduðu innflytjendum að öðlast þýskt ríkisfang. Nkechi Maduboko, fjölmiðlamaður og sérfræðingur í málefnum afrískra innflytjenda, segir stöðuna gjörbreytta. „Þetta breytir öllu þar sem flokkarnir eru farnir að leggja sig eftir atkvæðum innflytjenda, í stað þess að beita þeim fyrir sig í neikvæðum áróðri. Það yrði því afar mikilvægt fyrir Þjóðverja af afrískum ættum ef Diaby nær kjöri.“ Ákvörðun Diabys er ekki síst áhugaverð vegna þess að í Saxlandi-Anholt og öðrum löndum í austurhluta Þýskalands, er andúð á innflytjendum algengari en í vesturhlutanum. Diaby segir margt til í því og segist meðal annars hafa mátt þola ofbeldi vegna húðlitar síns. Það muni þó hverfa með tímanum og frumkvæði hans og annarra verði vonandi til þess að hvetja aðra innflytjendur til þátttöku í stjórnmálum. „En ég vill ekki leggja allt of mikla áherslu á að ég verði fyrsti þingmaðurinn sem fæddur er í Afríku,“ segir hann. „En ég veit að margir fylgjast með mér og ég vona að þau átti sig á því að ef ég næ kjöri verð ég bara einn af rúmlega 600 þingmönnum.“ Ekki sjálfkrafa sérfræðingar í málefnum innflytjendaHljóti Diaby brautargengi og setjist á þing hyggst hann beita sér sérstaklega í menntamálum og vill breyta þeirri tilhneigingu að innflytjendur á þingi séu sjálfkrafa álitnir sérfræðingar í málefnum innflytjenda. „Mér finnst að allir ættu að láta sig varða málefni innflytjenda, ekki bara innflytjendur sjálfir,“ segir hann. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Þrátt fyrir að fimmtungur Þjóðverja, sem telja nú um 80 milljónir manna, sé innflytjendur eða afkomendur innflytjenda, hafa sárafáir hlotið brautargengi í stjórnmálum. Til dæmis eru einungis 81 nýbúi á framboðslistum flokkanna fyrir þingkosningarnar sem fara fram eftir tæpa tvo mánuði, sem nemur um fjórum prósentum af öllum frambjóðendum. Þó er útlit fyrir ákveðin tímamót í þessum efnum þar sem Karamba Diaby, 51 árs gamall lyfjafræðingur sem fæddist í Senegal, er í baráttusæti fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Saxlandi-Anhalt. Hann gæti orðið fyrsti þeldökki þingmaðurinn í sögu Þýskalands. Diaby hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1986, þegar hann kom til landsins sem námsmaður, og öðlaðist ríkisborgararétt árið 2001. Hann hefur tekið þátt í bæjarstjórnarmálum síðustu tvo áratugi, en lét svo undan þrýstingi um að bjóða sig fram til þings. „Ég átti ekki frumkvæðið,“ segir Diaby af hógværð. „Það voru aðrir sem báðu mig um að bjóða mig fram.“ Þessi þrýstingur er talinn bera vott um að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á pólitísku mikilvægi þess að tefla fram fulltrúum minnihlutahópa, sérstaklega í ljósi laga sem sett voru fyrir um áratug síðan og auðvelduðu innflytjendum að öðlast þýskt ríkisfang. Nkechi Maduboko, fjölmiðlamaður og sérfræðingur í málefnum afrískra innflytjenda, segir stöðuna gjörbreytta. „Þetta breytir öllu þar sem flokkarnir eru farnir að leggja sig eftir atkvæðum innflytjenda, í stað þess að beita þeim fyrir sig í neikvæðum áróðri. Það yrði því afar mikilvægt fyrir Þjóðverja af afrískum ættum ef Diaby nær kjöri.“ Ákvörðun Diabys er ekki síst áhugaverð vegna þess að í Saxlandi-Anholt og öðrum löndum í austurhluta Þýskalands, er andúð á innflytjendum algengari en í vesturhlutanum. Diaby segir margt til í því og segist meðal annars hafa mátt þola ofbeldi vegna húðlitar síns. Það muni þó hverfa með tímanum og frumkvæði hans og annarra verði vonandi til þess að hvetja aðra innflytjendur til þátttöku í stjórnmálum. „En ég vill ekki leggja allt of mikla áherslu á að ég verði fyrsti þingmaðurinn sem fæddur er í Afríku,“ segir hann. „En ég veit að margir fylgjast með mér og ég vona að þau átti sig á því að ef ég næ kjöri verð ég bara einn af rúmlega 600 þingmönnum.“ Ekki sjálfkrafa sérfræðingar í málefnum innflytjendaHljóti Diaby brautargengi og setjist á þing hyggst hann beita sér sérstaklega í menntamálum og vill breyta þeirri tilhneigingu að innflytjendur á þingi séu sjálfkrafa álitnir sérfræðingar í málefnum innflytjenda. „Mér finnst að allir ættu að láta sig varða málefni innflytjenda, ekki bara innflytjendur sjálfir,“ segir hann.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira