Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Boði Logason skrifar 6. nóvember 2013 13:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Mynd/365 Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira