Erlent

Morðið á Sigrid í dómi í haust

Þorgils Jónsson skrifar
Hvarfið á Sigrid Schjetne skók norsku þjóðina og var hennar leitað ákaft í mánuð áður en hún fannst látin.
Hvarfið á Sigrid Schjetne skók norsku þjóðina og var hennar leitað ákaft í mánuð áður en hún fannst látin.
Rannsókn vegna morðsins á hinni sextán ára Sigrid Schjetne lýkur bráðlega og er búist við því að réttarhöld yfir í málinu hefjist í haust. Sigrid hvarf í ágúst síðastliðnum. Lík hennar fannst mánuði síðar skammt frá þeim stað þar sem hún sást síðast. Hún lést af völdum höfuðáverka.

Sá sem er grunaður um morðið, 37 ára karlmaður með fjölmarga ofbeldisdóma á bakinu, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×