Dansaði upp að hnjám í Héraðsskólanum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2013 19:04 Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn. Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn.
Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03