Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg Stígur Helgason skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Í þessu húsi tekur fjórtánda hæðin við af þeirri tólftu. fréttablaðið/Anton Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira
Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira