Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg Stígur Helgason skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Í þessu húsi tekur fjórtánda hæðin við af þeirri tólftu. fréttablaðið/Anton Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira