Feðgarnir Kári og Pétur menn ársins 27. janúar 2013 14:53 Frá vinstri: Einar Orri Fossdal, Sigurður Smári Fossdal, Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason. Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins. Feðgarnir unnu mikið björgunarafrek í mars fyrir tæpu ári þegar þeir björguðu Sigurði Smára Flosasyni sem sat fastur í bíl sem hafnað hafði í Laxá á Ásum. Hetjudáð þeirra feðga vakti mikla athygli og hefur sannarlega ekki gleymst.Á vefsíðu Húnahorns segir að fjölmargar tilnefningar hafi borist en feðgarnir hafi fengið langflest atkvæði. Í umsögn um Kára og Pétur Arnar segir: „Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason unnu björgunarafrek í mars í fyrra þegar þeir sýndu mikið snarræði og björguðu manni sem sat fastur í bíl sem oltið hafði ofan í Laxá á Ásum. Þeir feðgar komu akandi eftir þjóðveginum þegar þeir sáu bíl sem koma akandi á móti þeim taka snögga beygju með þeim afleiðingum að hann endastakkst á bakkanum og lenti síðan úti í ánni á hvolfi. Kári hringdi strax á Neyðarlínuna og gaf þeim upp staðsetningu. Síðan tók sonur hans Pétur Arnar við símanum og sá hann um samskipti við Neyðarlínuna á meðan Kári reyndi að opna dyrnar á bílnum í ánni. Ekki var hægt að opna bílstjóramegin og þurfti Kári að fara lengra út í ána og tókst honum að opna farþegadyrnar. Maðurinn í bílnum var fastur í belti og gat Kári ekki losað það. Þegar þarna var komið sögu var bíllinn hálffullur af vatni, hann var á hvolfi og ökumaðurinn því með höfuðið ofan í vatninu og að auki fastur í beltinu. Kári greip því til þess bragðs að lyfta höfðinu upp úr vatninu og stóð í ískaldri ánni uns hjálp barst. Pétur Arnar stöðvaði fyrsta bílinn sem koma akandi eftir veginum en í honum voru sjúkraflutningamenn og kom þeir feðgunum til aðstoðar við björgunina." Fyrri verðlaunahafarPétur Arnar og Kári með verðlaun sín.Mynd/Huni.isFeðgarnir veitu viðurkenningunni viðtöku i Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. Þetta er í sjöunda skiptið sem lesendur Húnahornsins velja menn ársins. 2012: Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason 2011: Einar Óli Fossdal. 2010: Bóthildur Halldórsdóttir. 2009: Bóthildur Halldórsdóttir. 2008: Lárus Ægir Guðmundsson. 2007: Rúnar Þór Njálsson. 2006: Lárus B. Jónsson. 2005: Lárus B. Jónsson. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins. Feðgarnir unnu mikið björgunarafrek í mars fyrir tæpu ári þegar þeir björguðu Sigurði Smára Flosasyni sem sat fastur í bíl sem hafnað hafði í Laxá á Ásum. Hetjudáð þeirra feðga vakti mikla athygli og hefur sannarlega ekki gleymst.Á vefsíðu Húnahorns segir að fjölmargar tilnefningar hafi borist en feðgarnir hafi fengið langflest atkvæði. Í umsögn um Kára og Pétur Arnar segir: „Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason unnu björgunarafrek í mars í fyrra þegar þeir sýndu mikið snarræði og björguðu manni sem sat fastur í bíl sem oltið hafði ofan í Laxá á Ásum. Þeir feðgar komu akandi eftir þjóðveginum þegar þeir sáu bíl sem koma akandi á móti þeim taka snögga beygju með þeim afleiðingum að hann endastakkst á bakkanum og lenti síðan úti í ánni á hvolfi. Kári hringdi strax á Neyðarlínuna og gaf þeim upp staðsetningu. Síðan tók sonur hans Pétur Arnar við símanum og sá hann um samskipti við Neyðarlínuna á meðan Kári reyndi að opna dyrnar á bílnum í ánni. Ekki var hægt að opna bílstjóramegin og þurfti Kári að fara lengra út í ána og tókst honum að opna farþegadyrnar. Maðurinn í bílnum var fastur í belti og gat Kári ekki losað það. Þegar þarna var komið sögu var bíllinn hálffullur af vatni, hann var á hvolfi og ökumaðurinn því með höfuðið ofan í vatninu og að auki fastur í beltinu. Kári greip því til þess bragðs að lyfta höfðinu upp úr vatninu og stóð í ískaldri ánni uns hjálp barst. Pétur Arnar stöðvaði fyrsta bílinn sem koma akandi eftir veginum en í honum voru sjúkraflutningamenn og kom þeir feðgunum til aðstoðar við björgunina." Fyrri verðlaunahafarPétur Arnar og Kári með verðlaun sín.Mynd/Huni.isFeðgarnir veitu viðurkenningunni viðtöku i Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. Þetta er í sjöunda skiptið sem lesendur Húnahornsins velja menn ársins. 2012: Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason 2011: Einar Óli Fossdal. 2010: Bóthildur Halldórsdóttir. 2009: Bóthildur Halldórsdóttir. 2008: Lárus Ægir Guðmundsson. 2007: Rúnar Þór Njálsson. 2006: Lárus B. Jónsson. 2005: Lárus B. Jónsson.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira