Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ Kristján Hjálmarsson skrifar 23. september 2013 11:45 Stefán Einar með gyltuna góðu á afmælisdeginum. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira