Stelpurnar okkar unnu 5-0 sigur eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik. Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö mörk og þær Sandra María Jessen og Guðrún Karítas Sigurðardóttir sitt markið hvor. Eitt markanna var sjálfsmark Búlgara.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Ísland mætir Slóvökum í öðrum leik sínum í dag klukkan 13.30 að íslenskum tíma.