Innlent

Tók kast þegar kona svínaði óvart á hann

Mynd/Stefán
Karlmaður brjálaðist þegar kona svínaði óvart fyrir hann á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í gærkvöldi. Hann elti bíl konunnar vestur Hringbraut, inn á Bræðraborgarstíg, Vesturgötu og stöðvaði bíl sinn loks fyrir aftan hana á rauðu ljósi á mótum Ægisgötu og Geirsgötu.

Þar snaraðist hann út úr bíl sínum og ætlaði að rífa upp hurðina á bíl konunnar, en hún hafði læst. Jós hann þar úr skálum reiði sinnar, en þegar konan sagðist hafa hringt í lögregluna, hvarf hann af vettvangi, en konunni var illa brugðið. Ekki kemur fram hvort lögreglan hefur haft upp á honum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.