Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 15:57 Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP „Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
„Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira