Jón Baldvin mun ekki kenna við Háskóla Íslands Hjörtur Hjartarson skrifar 28. ágúst 2013 18:59 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra verður ekki gestafyrirlesari hjá Háskóla Íslands í vetur eins og fyrirhugað var. Þetta var ákveðið á fundi í Háskólanum síðdegis. Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í vetur um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Jón kenndi sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni í kjölfarið, meðal annars í pistli sem birtist á vefnum Knúz.is sem Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifuðu. Þar voru birtir úrdrættir úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Þau komu fyrst fyrir sjónir almennings í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra og vöktu mikla athygli. Í tímaritinu kom einnig fram að Jón hafi, árið 2005 verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn Guðrúnu. Ríkissaksóknari lét málið niður falla í mars 2007. Jón viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu vegna málsins að hann hafi farið yfir strikið í skrifum sínum og sýnt af sér dómgreindabrest.Ljóst má vera að sú gagnrýni sem sett var fram í kjölfar ráðningar Jóns til Háskólans hafi haft sitt að segja í því að hún var dregin tilbaka. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar sagði í samtali við fréttastofu að á fundi Háskólans í dag hafi heildarhagsmunir skólans verið metnir og fyrrnefnd ákvörðun tekin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður þess að ráðning Jóns var dregin tilbaka. Jón Baldvin vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira