Hallgrímur Jónasson var í liði SönderjyskE í dag er liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur, 0-5, á Silkeborg í uppgjöri botnliðanna í dönsku úrvalsdeildinni.
Með sigrinum komst SönderjyskE upp úr fallsæti. Liðið er í níunda sæti með 24 stig en liðin í fallsætunum eru með 21.
Hallgrímur lék allan leikinn fyrir SönderjyskE. Eyjólfur Héðinsson var fjarri góðu gamni að þessu sinni.
Lasse Vibe skoraði þrennu fyrir SönderjyskE í leiknum og þeir Nicolai Madsen og Bjorn Paulsen komust einnig á blað.
SönderjyskE vann sex stiga leik gegn Silkeborg

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti