Ástand heimsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Bandaríkin - Hluti fólks tók forskot á sæluna á "Black Friday“, árvissri stórútsölu í Bandaríkjunum. Sumar verslanir hófu gleðina þegar á fimmtudag. Parið hér að ofan var mætt fyrir birtingu í verslun Best Buy í Naples í Flórída í gær. Þar var opnað klukkan sex árdegis. Nordicphotos/AFP Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira