Ástand heimsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Bandaríkin - Hluti fólks tók forskot á sæluna á "Black Friday“, árvissri stórútsölu í Bandaríkjunum. Sumar verslanir hófu gleðina þegar á fimmtudag. Parið hér að ofan var mætt fyrir birtingu í verslun Best Buy í Naples í Flórída í gær. Þar var opnað klukkan sex árdegis. Nordicphotos/AFP Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.Afganistan - Litla farandhringleikahúsið (The Mobile Mini Circus for Children eða MMCC) er skipað afgönskum börnum. Hér má sjá sýningu í Kabúl í gær þar sem boltum var meðal annars haldið á lofti. Að sirkusnum standa alþjóðleg frjáls félagasamtök sem vilja miðla fræðslu og skemmtan til barna í landinu.Nordicphotos/AFPBangladess - Enn einn stórbruni varð í fataverksmiðju í Bangladess í gær. Að þessu sinni leikur grunur á að kveikt hafi verið í einni af helstu smiðjunum í Gazipur í úthverfi Dakka. Á staðnum eru búin til föt fyrir fjölda vestrænna vörumerkja. Reitt verkafólk er grunað um íkveikjuna, en níu hæða há byggingin er ónýt eftir brunann. Engar fregnir eru af mannskaða.Nordicphotos/AFPBretland - Fjölskylda Lee Rigby, hermanns sem myrtur var fyrir utan Woolwich-herstöðina í suðausturhluta Lundúna, mætir við upphaf réttarhalda yfir morðingjum hans í dómhúsinu (Old Bailey) í Lundúnum í gær. Michael Adebolajo, 28 ára, og Michael Adebowale, 22 ára, eru sakaðir um glæpinn. Þeir óku á Rigby þar sem hann var vopnlaus á leið heim í skála og réðust svo á hann rænulausan með sveðjum.Nordicphotos/AFPFilippseyjar - Eftirlifendur fellibylsins, sem reið yfir Tacloban í Leyte-héraði á Filippseyjum, sjást hér um borð í C-130 herflugvél á leið til Maníla í gær. Stjórnvöld sendu á fimmtudag frá sér yfirlýsingu um að hagvöxtur í landinu á þriðja ársfjórðungi hefði verið sjö prósent, en vond veður hefðu temprað vöxt og fellibylurinn í þessum mánuði myndi hægja enn á hagkerfinu.Nordicphotos/AFPLitháen - Yana Zdhanova, úr femínísku aðgerðasamtökunum Femen, situr í bíl eftir að lögregla stöðvaði mótmæli samtakanna nærri höllinni þar sem Evrópusambandsráðstefna ríkja í austurhluta Evrópu stendur yfir í Vilníus. ESB hefur komið á grunnsamkomulagi við Georgíu og Moldóvu, en hefur ekki tekist að virkja Úkraínu í viðleitni til að efla tengsl við austantjaldsríkin sex sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Hin þrjú eru Armenía, Aserbaídsjan og Hvíta-Rússland.Nordicphotos/AFP
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira