Fótbolti

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir | Komu of seint á völlinn

Stuðningsmenn Arsenal á leiknum í gær.
Stuðningsmenn Arsenal á leiknum í gær.
Það mætti halda að stuðningsmenn Arsenal væru á stríðssvæði miðað við öryggisgæsluna í kringum þá í gær. Allt fór úr skorðum og þeir mættu flestir allt of seint á völlinn.

Það sló í brýnu milli stuðningsmanna Arsenal og Napoli fyrir fyrri leik liðanna í London og forráðamenn Arsenal sáu til þess að ekkert vafasamt kæmi upp á að þessu sinni.

Stuðningsmennirnir voru á hóteli sem enginn vissi hvar var. Svo útvegaði Arsenal stuðningsmönnunum rútur á völlinn en um 700 stuðningsmenn ferðuðust með til Ítalíu.

Rúturnar komu allt of seint að sækja stuðningsmennina og svo var umferðin þung á leiðinni á völlinn.

Þegar komið var á völlinn var leitað mjög ítarlega á öllum. Fyrir vikið missti meirihluti stuðningsmannanna af fyrstu 15 mínútum leiksins.

Þeir komust þó heim heilir heilsu sem er fyrir öllu. Engu að síður svekkjandi því það kostaði um 100 þúsund krónur að fara á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×