Erlent

Biskupum rænt í Sýrlandi

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
700 þúsund manns hafa nú fallið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.
700 þúsund manns hafa nú fallið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.
Herskár armur uppreisnarafla í Sýrlandi hafa rænt tveimur biskupum og hefur þá nú í haldi. Um er að ræða þá Yohanna Ibrahim, sem fer fyrir sýrlensku rétttrúnaðarkirkjunni og Boulos Yaziji, sem fer fyrir grísku réttrúnaðarkirkjunni.

Kristnir eru um tíu prósent íbúa Sýrlands en þar eru flestir Sunni-Muslimir; eða voru þegar uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst fyrir tveimur árum. Um 700 þúsund manns hafa fallið í borgarastyrjöldinni sem geisar í landinu en yfir milljón manns hafa flúið land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×