Allir flokkarnir vilja efla landgræðslu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. apríl 2013 15:45 Þegar stefna flokkanna er borin saman kemur í ljós að þar er víða sami tónn sleginn. Þó ber nokkuð á milli hvað áherslur varðar. Umhverfismál ber ekki hátt í þessari kosningabaráttu og kjósendur þurfa að leggja í nokkra rannsóknarvinnu til að fræðast um stefnu flokkanna í þeim málaflokki. Kjósendur virðast þó hafa meiri áhuga á umhverfismálum en flokkarnir, en í könnun sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu kom fram að þau væru kjósendum mikilvægari en málefni verðtryggingar og Evrópusambandsins, svo dæmi séu nefnd. Þeir flokkar sem hafa samþykkt sérstaka kosningastefnu, sem finna má á netinu, minnast varla á umhverfismál. Þau er til dæmis ekki að finna í kosningaáherslum Framsóknarflokksins og sé leitarorðið ?umhverfi? notað í kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins finnast aðeins setningar um starfsumhverfi fyrirtækja. Stefna Bjartrar framtíðar í málaflokknum rúmast í sjö orðum: Verndum umhverfið. Verum umhverfisvæn. Græn í gegn. Eflaust eru fáir sem ekki geta skrifað upp á hana, þótt kannski sé vafa undirorpið hvað það þýði að vera græn í gegn. Píratar hafa ekki samþykkt neina stefnu í málaflokknum og umræðuþráður um umhverfismál á þingi þeirra, en það er tæki sem flokkurinn notar til að ræða og samþykkja stefnu sína á netinu, er auður.Landsfundasamþykktir Flokkarnir hafa hins vegar flestir samþykkt sér ítarlega stefnu í umhverfismálum á landsfundum sínum. Þar er að finna útfærða stefnu þeirra í málaflokknum og ýmislegt sem kjósendur geta nýtt sér til að taka ákvörðun í vor, ætli þeir að láta afstöðu til umhverfismála ráða atkvæði sínu. Þegar stefna flokkanna er borin saman kemur í ljós að þar er víða sami tónn sleginn. Þó ber nokkuð á milli hvað áherslur varðar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur samþykkt ítarlega stefnu í málaflokknum, enda skilgreinir flokkurinn sig sem umhverfisflokk. Þar er sjálfbær þróun lykilatriðið og segir þar að hún sé ein af grunnstoðum flokksins. „Hún vísar til sameiginlegrar ábyrgðar okkar á því samfélagi sem við búum í og til ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum.“ Samfylkingin segir umhverfisvitund vera forsendu jafnaðarstefnu á 21. öldinni. Flokkurinn leggur mikið upp úr grænu hagkerfi, en ríkisstjórnin hefur meðal annars lagt áherslu á það og Alþingi lét meðal annars vinna viðamikla skýrslu um málið. Með grænu hagkerfi er vísað til „hagkerfis sem leiðir til aukinna lífsgæða um leið og dregið er verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa,“ eins og segir í umræddri skýrslu. Framsóknarflokkurinn ítrekar það í stefnu sinni að hann vilji stjórnarskrárákvæði um að auðlindir eigi að vera í eigu þjóðarinnar, en á heimasíðu flokksins segir að það hafi ranglega verið borið upp á hann að svo sé ekki. Þar er rætt um að nýta náttúruauðlindir landsins af varúð og virðingu, en þó verði að nýta þau tækifæri sem til staðar eru, til að mynda með olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem fléttar arðsemi og hagkvæmni inn í umhverfisstefnu sína.Sátt um uppgræðslu Hæpið er að umhverfismál muni vefjast fyrir stjórnmálaflokkunum, þegar til stjórnarmyndunar kemur. Það væri þó líklega helst í virkjanamálum, en það er nokkuð athyglisvert hve lítið flokkarnir ræða um þau mál. Björt framtíð er þó býsna skýrmælt þegar hún segir að frekari uppbygging álvera sé ekki skynsamleg. Flokkarnir munu hins vegar ekki eiga í vandræðum með að ná saman um landgræðslu, en allir leggja þeir mikið upp úr henni, nema Björt framtíð. Landgræðslan virðist því enn vera leiðarstefið í umhverfisvernd á Íslandi, en segja má að á 20. öldinni hafi umhverfismál að langmestu leyti snúist um hana. Í það minnsta er ljóst að umhverfismál eru ekki ofarlega í huga flokkanna nú um stundir.Björt framtíð - Græn í gegnVernda umhverfið. Vera umhverfisvæn. Græn í gegn.Minnka sóun og auka endurvinnslu.Efla umhverfisvænar samgöngur. Framsóknarflokkur - Auka langtímasýninaNýta náttúruauðlindir af varúð með sjálfbærni að leiðarljósi.Gera Ísland sem mest óháð innflutningi orkugjafa, til dæmis með olíuvinnslu á Drekasvæðinu.Þróa betur endurnýjanlega orkugjafa.Efla landgræðslu.Auka langtímasýn á sem flestum sviðum og marka stefnu um landnotkun.Setja lög um rétt almennings til heilnæms umhverfis og ómengraðra matvæla.Ísland verði í fararbroddi á alþjóðavísu um hnattræna umhverfisvernd. Sjálfstæðisflokkur - Skynsamleg nýting auðlindaArðbær nýting á auðlindum í takt við umhverfissjónarmið. Nýtingarréttur verði í höndum einkaaðila sem greiði hóflegt og sanngjarnt nýtingagjald.Tryggja aðgang að góðu drykkjarvatni með vatnsvernd.Tryggja gott aðgengi að landi til útivistar.Breyta Rammaáætlun í takt við upphaflegar tillögur sérfræðinga.Nýta einkaframtakið í náttúruvernd en heimila gjaldtöku náttúruperlna.Afnema nýsett náttúruverndarlög.Efla landgræðslu.Samfylking - Efling græna hagkerfisinsFara gætilega í uppbyggingu í vatnsafli og jarðvarma og efla rannsóknir á öðrum orkukostum.Móta framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði.Efla landgræðslu.Fjárfesta í þjóðgörðum og setja stjórnsýslu þeirra undir einn hatt.Efla græna hagkerfið með fjárfestingum ríkisvaldsins og aðgerðum í samvinnu við atvinnulífið.Stórefla opinbert eftirlit með því að lögum um umhverfis- og mengunarmál sé fylgt.Marka stefnu um olíuleit á Drekasvæðinu.Vinstri græn - Sjálfbær þróun lykilatriðiðSjálfbær þróun ein af grunnstefnum flokksins.Vinna markvisst gegn hlýnun lofthjúps jarðar af mannavöldum.Hraða vinnu við friðlýsingar svæða í 2. áfanga Rammaáætlunar.Draga úr neyslu og leggja áherslu á endurvinnslu og endurnýtingu.Efla varnir gegn mengun frá jarðhitavirkjunum.Vinna eftir samningi SÞ um líffræðilega fjölbreytni og evrópska landslagssáttmálanum.Stórauka rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku.Efla landgræðslu. Kosningar 2013 Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Umhverfismál ber ekki hátt í þessari kosningabaráttu og kjósendur þurfa að leggja í nokkra rannsóknarvinnu til að fræðast um stefnu flokkanna í þeim málaflokki. Kjósendur virðast þó hafa meiri áhuga á umhverfismálum en flokkarnir, en í könnun sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu kom fram að þau væru kjósendum mikilvægari en málefni verðtryggingar og Evrópusambandsins, svo dæmi séu nefnd. Þeir flokkar sem hafa samþykkt sérstaka kosningastefnu, sem finna má á netinu, minnast varla á umhverfismál. Þau er til dæmis ekki að finna í kosningaáherslum Framsóknarflokksins og sé leitarorðið ?umhverfi? notað í kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins finnast aðeins setningar um starfsumhverfi fyrirtækja. Stefna Bjartrar framtíðar í málaflokknum rúmast í sjö orðum: Verndum umhverfið. Verum umhverfisvæn. Græn í gegn. Eflaust eru fáir sem ekki geta skrifað upp á hana, þótt kannski sé vafa undirorpið hvað það þýði að vera græn í gegn. Píratar hafa ekki samþykkt neina stefnu í málaflokknum og umræðuþráður um umhverfismál á þingi þeirra, en það er tæki sem flokkurinn notar til að ræða og samþykkja stefnu sína á netinu, er auður.Landsfundasamþykktir Flokkarnir hafa hins vegar flestir samþykkt sér ítarlega stefnu í umhverfismálum á landsfundum sínum. Þar er að finna útfærða stefnu þeirra í málaflokknum og ýmislegt sem kjósendur geta nýtt sér til að taka ákvörðun í vor, ætli þeir að láta afstöðu til umhverfismála ráða atkvæði sínu. Þegar stefna flokkanna er borin saman kemur í ljós að þar er víða sami tónn sleginn. Þó ber nokkuð á milli hvað áherslur varðar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur samþykkt ítarlega stefnu í málaflokknum, enda skilgreinir flokkurinn sig sem umhverfisflokk. Þar er sjálfbær þróun lykilatriðið og segir þar að hún sé ein af grunnstoðum flokksins. „Hún vísar til sameiginlegrar ábyrgðar okkar á því samfélagi sem við búum í og til ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum.“ Samfylkingin segir umhverfisvitund vera forsendu jafnaðarstefnu á 21. öldinni. Flokkurinn leggur mikið upp úr grænu hagkerfi, en ríkisstjórnin hefur meðal annars lagt áherslu á það og Alþingi lét meðal annars vinna viðamikla skýrslu um málið. Með grænu hagkerfi er vísað til „hagkerfis sem leiðir til aukinna lífsgæða um leið og dregið er verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa,“ eins og segir í umræddri skýrslu. Framsóknarflokkurinn ítrekar það í stefnu sinni að hann vilji stjórnarskrárákvæði um að auðlindir eigi að vera í eigu þjóðarinnar, en á heimasíðu flokksins segir að það hafi ranglega verið borið upp á hann að svo sé ekki. Þar er rætt um að nýta náttúruauðlindir landsins af varúð og virðingu, en þó verði að nýta þau tækifæri sem til staðar eru, til að mynda með olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem fléttar arðsemi og hagkvæmni inn í umhverfisstefnu sína.Sátt um uppgræðslu Hæpið er að umhverfismál muni vefjast fyrir stjórnmálaflokkunum, þegar til stjórnarmyndunar kemur. Það væri þó líklega helst í virkjanamálum, en það er nokkuð athyglisvert hve lítið flokkarnir ræða um þau mál. Björt framtíð er þó býsna skýrmælt þegar hún segir að frekari uppbygging álvera sé ekki skynsamleg. Flokkarnir munu hins vegar ekki eiga í vandræðum með að ná saman um landgræðslu, en allir leggja þeir mikið upp úr henni, nema Björt framtíð. Landgræðslan virðist því enn vera leiðarstefið í umhverfisvernd á Íslandi, en segja má að á 20. öldinni hafi umhverfismál að langmestu leyti snúist um hana. Í það minnsta er ljóst að umhverfismál eru ekki ofarlega í huga flokkanna nú um stundir.Björt framtíð - Græn í gegnVernda umhverfið. Vera umhverfisvæn. Græn í gegn.Minnka sóun og auka endurvinnslu.Efla umhverfisvænar samgöngur. Framsóknarflokkur - Auka langtímasýninaNýta náttúruauðlindir af varúð með sjálfbærni að leiðarljósi.Gera Ísland sem mest óháð innflutningi orkugjafa, til dæmis með olíuvinnslu á Drekasvæðinu.Þróa betur endurnýjanlega orkugjafa.Efla landgræðslu.Auka langtímasýn á sem flestum sviðum og marka stefnu um landnotkun.Setja lög um rétt almennings til heilnæms umhverfis og ómengraðra matvæla.Ísland verði í fararbroddi á alþjóðavísu um hnattræna umhverfisvernd. Sjálfstæðisflokkur - Skynsamleg nýting auðlindaArðbær nýting á auðlindum í takt við umhverfissjónarmið. Nýtingarréttur verði í höndum einkaaðila sem greiði hóflegt og sanngjarnt nýtingagjald.Tryggja aðgang að góðu drykkjarvatni með vatnsvernd.Tryggja gott aðgengi að landi til útivistar.Breyta Rammaáætlun í takt við upphaflegar tillögur sérfræðinga.Nýta einkaframtakið í náttúruvernd en heimila gjaldtöku náttúruperlna.Afnema nýsett náttúruverndarlög.Efla landgræðslu.Samfylking - Efling græna hagkerfisinsFara gætilega í uppbyggingu í vatnsafli og jarðvarma og efla rannsóknir á öðrum orkukostum.Móta framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði.Efla landgræðslu.Fjárfesta í þjóðgörðum og setja stjórnsýslu þeirra undir einn hatt.Efla græna hagkerfið með fjárfestingum ríkisvaldsins og aðgerðum í samvinnu við atvinnulífið.Stórefla opinbert eftirlit með því að lögum um umhverfis- og mengunarmál sé fylgt.Marka stefnu um olíuleit á Drekasvæðinu.Vinstri græn - Sjálfbær þróun lykilatriðiðSjálfbær þróun ein af grunnstefnum flokksins.Vinna markvisst gegn hlýnun lofthjúps jarðar af mannavöldum.Hraða vinnu við friðlýsingar svæða í 2. áfanga Rammaáætlunar.Draga úr neyslu og leggja áherslu á endurvinnslu og endurnýtingu.Efla varnir gegn mengun frá jarðhitavirkjunum.Vinna eftir samningi SÞ um líffræðilega fjölbreytni og evrópska landslagssáttmálanum.Stórauka rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku.Efla landgræðslu.
Kosningar 2013 Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira