Erlent

Vatnsskortur í Kína

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Jarðskjálftinn í Kína grandaði 186 manns.
Jarðskjálftinn í Kína grandaði 186 manns.
Nú liggur fyrir að 186 manns biðu bana í miklum jarðskjálfta sem reið yfir suð-vesturhluta Kína, í Sichuan-héraði, nú um helgina. Flytja hefur þurft 8,200 manns slasaða á spítala og skortur er á drykkjarvatni á svæðinu.

Rauði krossinn í Sichuan áætlar að drykkjarvatn muni verða á þrotum í Ya´an-borg innan þriggja daga þrátt fyrir að nú sé reynt að flytja vatn til borgarinnar. Jarðskjálftinn varð til þess að leðja barst í ár, sem gerir drykkjarbrunna ónýta og stefnir í neyðarástand vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×