Erlent

Vilja hreinsa geiminn með skutli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hópur sérfræðinga hittist á dögunum í Þýskalandi á málþingi um geimrusl og ræddi það hvernig best sé að bregðast við hinu vaxandi vandamáli sem geimrusl er.

Talið er að um sex þúsund tonn af rusli sé nú á sporbaug um jörðina eftir geimferðir fortíðar, og í svífandi ruslahaugnum má meðal annars finna gamla gervihnetti og brak úr geimferjum.

Segja sérfræðingarnir að ruslið sé ógn við fjarskiptakerfi jarðarinnar og geti haft alvarlegar afleiðingar.

En hópur breskra vísindamanna telur sig kominn með lausn á vandanum. Lausnin er fólgin í því að skjóta á geimruslið með skutli, og draga það síðan niður í gufuhvolfið þar sem það mun brenna.

Nánar er farið út í tillöguna í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×