Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er á leið frá Piteå í norðurhluta Svíþjóðar til ASD Torres, besta lið ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Þetta kemur fram á mbl.is í dag en Torres, sem leikur í borginni Sassari á Sardiníu, hefur unnið ítölsku deildina fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls.
Hallbera Guðný lék með Piteå í tvö ár og hafði hafnað nokkrum tilboðum frá félögum á Norðurlöndunum nú í haust.
Skagamærin Hallbera á að baki 46 leiki með A-landsliði Íslands og hefur hún skorað í þeim eitt mark.
Hallbera á leið til Ítalíu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
