Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 12:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira