Innlent

Bjargaði McConaughey um munntóbak

Jakob Bjarnar skrifar
McConaughey er sólginn í munntóbakið og vill helst sænska hágæðatuggu í vörina.
McConaughey er sólginn í munntóbakið og vill helst sænska hágæðatuggu í vörina.
Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum.

McConaughey er staddur hér á landi við tökur á kvikmynd leikstjórans Nolan, Interstellar, ásamt mörgum öðrum stórstjörnum kvikmyndanna. Tökur fara meðal annars fram á Svínafellsjökli. Hannes mun hafa verið beðinn um að hlaupa undir bagga, í bókstaflegri merkingu, og bjarga McConaughey um munntóbak. Sænskt og kolólöglegt. Stjarnan sá einhvern úr teymi Saga Film brúka slíkt og vakti það upp löngun; McConaughey smellti bagga í vörina og vildi meira. Þeim sem voru á settinu kom þetta hreint ekki á óvart því McConaughey er frá Texas og að þeirra mati alvöru maður.

Einhvern veginn æxlaðist það að Hannes, trymbillinn geðþekki, fékk þetta verkefni í hendurnar. Hannes þverneitaði að tjá sig um málið í samtali við Vísi. Vísaði til þess að þó hann væri ekki að vinna við myndina, þá væri honum vel kunnugt um þagnarskyldu sem hvíldi á öllum þeim sem nærri kæmu og hann ætlaði ekki að rugga neinum bátum fyrir eins og eina tóbakstuggu eða tvær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×