Álftirnar éta upp túnin Ingveldur Geirsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:16 Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira