Enn ósætti um lokun á Laugavegi í sumar María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 14:30 Ekki eru allir sáttir með framkvæmdir og lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg. Boðað hefur verið til opins fundar í Tjarnarbíói á morgun miðvikudag klukkan 17.15. Fréttablaðið/Ernir „Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira