Sauma silkisængur fyrir ríka útlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2013 19:30 Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. „Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar.Æðardúnn er dýr náttúruafurð, hvert kíló kostar um 170 þúsund krónur.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. „Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn. Tengdar fréttir Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. „Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar.Æðardúnn er dýr náttúruafurð, hvert kíló kostar um 170 þúsund krónur.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. „Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn.
Tengdar fréttir Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, "eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Með bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi ef til vill glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. 10. maí 2013 18:56