Egypski herinn stefnir ekki að því að taka völdin Þorgils Jónsson skrifar 18. ágúst 2013 15:33 Mikill viðbúnaður er í Kaíró vegna fyrirhugaðra mótmæla sem Bræðralag múslima hefur boðað til. Nordicphotos/AFP Abdel-Fatah el-Sissi, varnarmálaráðherra Egyptalands og yfirmaður hersins þar í landi hét því í dag að herinn stefndi ekki að því að taka völdin í landinu, en þeir muni ekki líða frekara ofbeldi á götum úti. Mikil spenna hefur verið í landinu í dag þar sem boðað hefur verið til fjöldamótmæla til stuðnings Múhameds Morsí, sem herinn hrakti úr embætti forseta í síðasta mánuði. Það sem af er degi hafa stjórnarliðar handtekið tugi liðsmanna Bræðralags múslima, sem Morsí tilheyrir, en í sjónvarpsávarpi í dag hvatti el-Sissi engu að síður til þess að íslamistar, þar á meðal stuðningsmenn Morsís, yrðu hafðir með í ráðum varðandi stjórn landsins. Samkvæmt tímaáætlun sem herinn hefur sett fram, er gert ráð fyrir að endurskoðun stjórnarskrár landsins verði lokið fyrir kosningar til forseta og þings á næsta ári. Hundruð manna liggja í valnum eftir að stjórnvöld létu til skarar skríða gegn stuðningsmönnum Morsís í síðustu viku, og sér ekki enn fyrir endann á ofbeldinu. Þetta er fyrsta yfirlýsing hersins síðan allt fór í bál og brand en el-Sissi sagði að herinn myndi ekki standa hjá og horfa á landið rústað. Herinn sæki ekki í völd, heldur aðeins að „vernda vilja þjóðarinnar sem er mun dýrmætara en að stjórna Egyptalandi“. „Við höfum boðið upp á mörg tækifæri til að enda þessa deilu með friðsömum hætti og biðjum nú stuðningsmenn fyrri stjórna að taka þátt í endurreisn lýðræðisins og taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni í staðin fyrir að efna til deilna og rústa Egyptaland.“ Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Abdel-Fatah el-Sissi, varnarmálaráðherra Egyptalands og yfirmaður hersins þar í landi hét því í dag að herinn stefndi ekki að því að taka völdin í landinu, en þeir muni ekki líða frekara ofbeldi á götum úti. Mikil spenna hefur verið í landinu í dag þar sem boðað hefur verið til fjöldamótmæla til stuðnings Múhameds Morsí, sem herinn hrakti úr embætti forseta í síðasta mánuði. Það sem af er degi hafa stjórnarliðar handtekið tugi liðsmanna Bræðralags múslima, sem Morsí tilheyrir, en í sjónvarpsávarpi í dag hvatti el-Sissi engu að síður til þess að íslamistar, þar á meðal stuðningsmenn Morsís, yrðu hafðir með í ráðum varðandi stjórn landsins. Samkvæmt tímaáætlun sem herinn hefur sett fram, er gert ráð fyrir að endurskoðun stjórnarskrár landsins verði lokið fyrir kosningar til forseta og þings á næsta ári. Hundruð manna liggja í valnum eftir að stjórnvöld létu til skarar skríða gegn stuðningsmönnum Morsís í síðustu viku, og sér ekki enn fyrir endann á ofbeldinu. Þetta er fyrsta yfirlýsing hersins síðan allt fór í bál og brand en el-Sissi sagði að herinn myndi ekki standa hjá og horfa á landið rústað. Herinn sæki ekki í völd, heldur aðeins að „vernda vilja þjóðarinnar sem er mun dýrmætara en að stjórna Egyptalandi“. „Við höfum boðið upp á mörg tækifæri til að enda þessa deilu með friðsömum hætti og biðjum nú stuðningsmenn fyrri stjórna að taka þátt í endurreisn lýðræðisins og taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni í staðin fyrir að efna til deilna og rústa Egyptaland.“
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira