Jóhann Berg Guðmundsson gulltryggði liði sínu, AZ Alkmaar, 2-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Haifa og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.
Markið skoraði hann í blálok leiksins en AZ hafði 1-0 forystu í hálfleik. Hollendingarnir þurftu aðeins eitt stig í kvöld til að tryggja sæti sitt í 32-liða úrslitunum.
Jóhann Berg spilaði allan leikinn í kvöld en Aron Jóhannsson var tekin af velli á 81. mínútu.
AZ og gríska liðið PAOK eru efst og jöfn í L-riðli með ellefu stig en liðin mætast í Grikklandi þann 12. desember næstkomandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Síðast þegar liðin mættust gerðu þau 1-1 jafntefli í Hollandi.
