Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 18:55 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira