Gummi Ben ársins: Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2013 15:00 Guðmundur Benediktsson. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich. Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich.
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira