Erlent

Segjast gera eins og hinir

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar.
Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar.
Mike Hayden, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA, segir að hneykslaðir Evrópubúar ættu "fyrst að líta yfir öxlina á sjálfum sér og skoða hvað þeirra eigin stjórnvöld eru að gera," áður en þeir fara að úthúða Bandaríkjamönnum fyrir njósnir.

Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum Face the Nation í gærkvöld, en bætti við að Bandaríkin ættu að útskýra betur fyrir Evrópuríkjum í hverju eftirlitið er fólgið.

"Því meira sem þau vita, því betur líður þeim," sagði Hayden. 

Um helgina upplýstu bæði þýska tímaritið Der Spiegel og breska dagblaðið The Guardian um njósnastarfsemi á vegum Bandaríkjanna í Evrópu, meðal annars í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Báðir fjölmiðlarnir vísuðu þar í leyniskjöl, sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur lekið, en hann situr eftir því sem best er vitað enn fastur á flugvelli í Moskvu, vegabréfalaus og óviss um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×