Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum 10. apríl 2013 11:05 Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. Um er að ræða fund sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup fól Solveigu Láru að hafa umsjón með, en fundurinn er með Sighvati Karlssyni, sóknarpresti á Húsavík, og sóknarnefnd kirkjunnar, vegna viðbragða prestsins í nauðgunarmáli Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem greindi frá því í Kastljósi á dögunum að Sighvatur hefði hvatt hana til þess að kæra ekki nauðgunina sem hún varð fyrir, heldur sættast við brotamanninn. Um er að ræða sjö atriði í því sem Solveig Lára kallar verkferli í Húsavíkurmálinu. Fyrsta atriðið er til að mynda: „Það á aldrei að vera hlutverk presta að vera neins konar sáttargjörðaraðili milli þolenda og gerenda í ofbeldismálum." Sjálf segir Solveig Lára að á fundinum muni hún skýra út hvernig aðkoma presta á að vera þegar skjólstæðingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Eins og lesendum er eflaust kunnugt um þá skrifuðu 113 íbúar Húsavíkur nöfn sín á sérstakan stuðningslista til handa dæmdum nauðgara og fjölskyldu hans. Hart var sótt að Guðnýju Jónu sem hrökklaðist að lokum úr bænum, en í dag starfar hún sem læknir í Noregi. Hæstiréttur dæmdi manninn, sem var sautján ára gamall þegar hann framdi brotið, í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi, en Guðnýju voru dæmdar hærri bætur vegna þess sem var kallað félagsleg röskun sem hún hafði orðið fyrir vegna málsins. Fundurinn fer fram síðdegis. Hægt er að lesa verkferla Solveigar Láru á bloggsíðu hennar, sem er hér. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. Um er að ræða fund sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup fól Solveigu Láru að hafa umsjón með, en fundurinn er með Sighvati Karlssyni, sóknarpresti á Húsavík, og sóknarnefnd kirkjunnar, vegna viðbragða prestsins í nauðgunarmáli Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, sem greindi frá því í Kastljósi á dögunum að Sighvatur hefði hvatt hana til þess að kæra ekki nauðgunina sem hún varð fyrir, heldur sættast við brotamanninn. Um er að ræða sjö atriði í því sem Solveig Lára kallar verkferli í Húsavíkurmálinu. Fyrsta atriðið er til að mynda: „Það á aldrei að vera hlutverk presta að vera neins konar sáttargjörðaraðili milli þolenda og gerenda í ofbeldismálum." Sjálf segir Solveig Lára að á fundinum muni hún skýra út hvernig aðkoma presta á að vera þegar skjólstæðingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Eins og lesendum er eflaust kunnugt um þá skrifuðu 113 íbúar Húsavíkur nöfn sín á sérstakan stuðningslista til handa dæmdum nauðgara og fjölskyldu hans. Hart var sótt að Guðnýju Jónu sem hrökklaðist að lokum úr bænum, en í dag starfar hún sem læknir í Noregi. Hæstiréttur dæmdi manninn, sem var sautján ára gamall þegar hann framdi brotið, í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi, en Guðnýju voru dæmdar hærri bætur vegna þess sem var kallað félagsleg röskun sem hún hafði orðið fyrir vegna málsins. Fundurinn fer fram síðdegis. Hægt er að lesa verkferla Solveigar Láru á bloggsíðu hennar, sem er hér.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira