Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum 11. maí 2013 19:29 Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira