Harry prins hæstánægður með að Íslandsferðin spurðist ekki út Kristján Hjálmarsson skrifar 20. ágúst 2013 10:42 Sjávarfossinn í Langá. Harry prins fékk fimm laxa og missti nokkra fiska í ánni. Harry Bretaprins var staddur hér á landi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan og var þá við veiði í Langá. Harry, sem er fjórði í erfðaröðinni að bresku krúnunni, var í tvo daga við veiðar í ánni og veiddi fimm laxa og missti nokkra, samkvæmt heimildum Vísis. Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. Samkvæmt heimildum Vísis naut hann dvalarinnar hér á landi og spilaði meðal annars rugby á túninu við veiðihúsið í Langá. Þetta var ekki fyrsta ferð prinsins til landsins í ár. Hann kom hér fyrr í sumar og var við æfingar fyrir Suðurheimsskautsleiðangur. Með honum í för í það skipti var leikarinn Dominic West, úr þáttunum The Wire. Æfingarnar fóru fram á Langjökli en Harry kemur til með að fara í leiðangur um Suðurheimskautið í nóvember. Eins og margir eflaust vita kom faðir prinsins, Karl, margoft til landsins á sínum yngri árum. Hann dvaldi yfirleitt í Hofsá við veiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um veiðiferð prinsins. Hann sagði þó að Karl hefði komið hingað til lands á sínum tíma, veitt í Hofsá og einu sinni í Kjarrá. "Afi Harrys, Filipus drottningarmaður, veiddi einu sinni svo ég viti til í Norðurá," segir Bjarni. "Ef þetta reynist rétt með Harry er hann þriðji ættliðurinn sem veiðir á Íslandi." Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að prinsinn hafi hug á því að koma aftur til landsins. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Harry Bretaprins var staddur hér á landi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan og var þá við veiði í Langá. Harry, sem er fjórði í erfðaröðinni að bresku krúnunni, var í tvo daga við veiðar í ánni og veiddi fimm laxa og missti nokkra, samkvæmt heimildum Vísis. Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. Samkvæmt heimildum Vísis naut hann dvalarinnar hér á landi og spilaði meðal annars rugby á túninu við veiðihúsið í Langá. Þetta var ekki fyrsta ferð prinsins til landsins í ár. Hann kom hér fyrr í sumar og var við æfingar fyrir Suðurheimsskautsleiðangur. Með honum í för í það skipti var leikarinn Dominic West, úr þáttunum The Wire. Æfingarnar fóru fram á Langjökli en Harry kemur til með að fara í leiðangur um Suðurheimskautið í nóvember. Eins og margir eflaust vita kom faðir prinsins, Karl, margoft til landsins á sínum yngri árum. Hann dvaldi yfirleitt í Hofsá við veiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um veiðiferð prinsins. Hann sagði þó að Karl hefði komið hingað til lands á sínum tíma, veitt í Hofsá og einu sinni í Kjarrá. "Afi Harrys, Filipus drottningarmaður, veiddi einu sinni svo ég viti til í Norðurá," segir Bjarni. "Ef þetta reynist rétt með Harry er hann þriðji ættliðurinn sem veiðir á Íslandi." Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að prinsinn hafi hug á því að koma aftur til landsins.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira