ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2013 21:45 Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar hefur verið undirorpin túlkun. Sé hún hins vegar skýrð eftir orðanna hljóðan þá kemur hvergi fram berum orðum að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB. Það er ekki talað um neina jákvæða skyldu í textanum, en þar er talað um hlé á viðræðum og úttekt Alþingis á ESB og síðan segir: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."Engin ákvörðun um hvort eða hvenær atkvæðagreiðsla verður Margir hafa hins vegar túlkað þennan texta að í honum felist loforð um þjóðaratkvæði. Þá lýsti Bjarni Benediktsson því yfir í kosningabaráttunni að hann vildi þjóðaratkvæði um framhald viðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. „Ákvörðun þessarar ríkisstjórnar var að stöðva viðræðurnar og það hefur verið gert. Síðan vorum við sammála um í þinginu að taka upp umræður um þróun innan Evrópusambandsins og stöðu viðræðnanna, hvað hefði gerst og það verður gert núna í haust, en það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður eða hvort hún verður haldin,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB sem er ein af undirstofnunum framkvæmdasjtórnarinnar, segir í skriflegu svari að Ísland sé enn skilgreint sem ríki í aðildarviðræðum. Aðildarríkin hafi einróma samþykkt að hefja viðræður við Ísland árið 2010 og sú ákvörðun sé enn í fullu gildi.Samþykkt Alþingis þarf til að slíta viðræðunum Viðræðurnar byggjast á samþykkt Alþingis frá 2009. Þannig þarf þingvilja til að fella þá ákvörðun úr gildi. Stjórnarflokkarnir eru báðir á móti aðild að ESB. Núna er hins vegar komin upp sú staða að gert hefur verið hlé á viðræðunum, en þeim ekki slitið. Á sama tíma er algjörlega óvíst hvort fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þeirra. Miðað við yfirlýsingar ráðherra síðustu daga verður það í reynd að teljast ólíklegra en hitt.Er ekki heiðarlegt að leggja þá bara fram þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum? „Ja, ég ætla bara að leyfa umræðunni að eiga sér stað í þinginu,“ segir Bjarni. Hann segist undrast uppslátt fjölmiðla um málið síðustu daga þar sem ESB sé ekki og hafi aldrei verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Við fjölluðum einnig um málið í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Þá kom fram að Bjarni teldi algjörlega ótímabært að ræða hvort tilefni væri til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári að því gefnu að skýrsla Alþingis lægi fyrir. Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. 19. ágúst 2013 21:51 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar hefur verið undirorpin túlkun. Sé hún hins vegar skýrð eftir orðanna hljóðan þá kemur hvergi fram berum orðum að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB. Það er ekki talað um neina jákvæða skyldu í textanum, en þar er talað um hlé á viðræðum og úttekt Alþingis á ESB og síðan segir: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."Engin ákvörðun um hvort eða hvenær atkvæðagreiðsla verður Margir hafa hins vegar túlkað þennan texta að í honum felist loforð um þjóðaratkvæði. Þá lýsti Bjarni Benediktsson því yfir í kosningabaráttunni að hann vildi þjóðaratkvæði um framhald viðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. „Ákvörðun þessarar ríkisstjórnar var að stöðva viðræðurnar og það hefur verið gert. Síðan vorum við sammála um í þinginu að taka upp umræður um þróun innan Evrópusambandsins og stöðu viðræðnanna, hvað hefði gerst og það verður gert núna í haust, en það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður eða hvort hún verður haldin,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB sem er ein af undirstofnunum framkvæmdasjtórnarinnar, segir í skriflegu svari að Ísland sé enn skilgreint sem ríki í aðildarviðræðum. Aðildarríkin hafi einróma samþykkt að hefja viðræður við Ísland árið 2010 og sú ákvörðun sé enn í fullu gildi.Samþykkt Alþingis þarf til að slíta viðræðunum Viðræðurnar byggjast á samþykkt Alþingis frá 2009. Þannig þarf þingvilja til að fella þá ákvörðun úr gildi. Stjórnarflokkarnir eru báðir á móti aðild að ESB. Núna er hins vegar komin upp sú staða að gert hefur verið hlé á viðræðunum, en þeim ekki slitið. Á sama tíma er algjörlega óvíst hvort fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þeirra. Miðað við yfirlýsingar ráðherra síðustu daga verður það í reynd að teljast ólíklegra en hitt.Er ekki heiðarlegt að leggja þá bara fram þingsályktunartillögu um að slíta viðræðunum? „Ja, ég ætla bara að leyfa umræðunni að eiga sér stað í þinginu,“ segir Bjarni. Hann segist undrast uppslátt fjölmiðla um málið síðustu daga þar sem ESB sé ekki og hafi aldrei verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Við fjölluðum einnig um málið í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. Þá kom fram að Bjarni teldi algjörlega ótímabært að ræða hvort tilefni væri til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári að því gefnu að skýrsla Alþingis lægi fyrir.
Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. 19. ágúst 2013 21:51 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00
Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. 19. ágúst 2013 21:51
Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31
Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15