Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2013 21:51 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin. Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin.
Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00
Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31
Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15