Stefna varðandi þjóðaratkvæði í lausu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2013 21:51 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin. Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa ekkert rætt það sín á milli hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið fer fram. Þannig er stefna ríkisstjórnarinnar í málinu í raun í lausu lofti. Yfirlýsingar utanríkisráðherra fyrir helgi komu þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu. Yfirlýsingar Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV á föstudag kom þingmönnum samstarfsflokksins, þ.e Sjálfstæðisflokksins, talsvert á óvart. „Ég sé það ekkert endilega fyrir mér. Það stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum að það eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi.Bjarni gaf skýr svör Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf skýr svör í kosningabaráttunni um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna yrði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta sagði hann m.a í kosningasjónvarpi Stöðvar 2, eins og við rifjuðum upp í gær.Ríkisstjórnarflokkarnir tveir geta hins vegar skýlt sér á bak við það að enginn jákvæð skylda er í stjórnarsáttmálum um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu. Texti um að slíkt skuli gera er ekki í landsfundarályktunum flokkanna séu þeir skýrðir eftir orðanna hljóðan, en þeir eru efnislega eins og stjórnarsáttmálinn. Orðrétt segir í stjórnarsáttmála: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Þar segir hins vegar hvergi berum orðum að slík atkvæðagreiðsla skuli haldin. Hætt er hins vegar við að margir kjósendur upplifi sig svikna ef slík þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki á dagskránni þar sem yfirlýsingar um slíkt komu ítrekað fram í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra ekkert rætt um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við aðild að ESB skuli haldin eða hvenær. Þingmenn, ráðherrar og aðrir heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokksins segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra hafi komið á óvart enda var það yfirlýst stefna samkvæmt stjórnarsáttmála að gerð yrði úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu á vettvangi þingsins og næstu skref ákveðin eftir það. Var þegjandi samþykki að vinna eftir þeirri stefnu, eftir því sem fréttastofa kemst næst.„Glundroðakennd“ stefna Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það þannig að utanríkisráðherrann væri að „fljúga sóló með ummælum sínum og óvíst hvernig sú flugferð endar." Stjórnarþingmaður sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu væri í raun „glundroðakennd.“ Þetta væri heimatilbúinn vandi sem ætti rætur að rekja til þess að stjórnarsáttmáli væri ekki skýr um þetta atriði. Það er athyglisvert að slík skoðun komi fram hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir núna að stefna ríkisstjórnarinnar í málinu er óviss þar sem hún hefur ekki verið mótuð. Alþingi mun vinna úttekt á stöðunni innan ESB og í kjölfarið verður tekin ákvörðun í ríkisstjórn um hvort eða hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin.
Tengdar fréttir Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00 Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31 Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra. 19. ágúst 2013 08:00
Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum "Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir um að forysta Sjálfstæðisflokksins standi við loforð sitt. " Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ 19. ágúst 2013 13:31
Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Utanríkisráðherra segir að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 18. ágúst 2013 13:15