Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 15:43 Áfram deilur um Vatnsenda. mynd/Rósa Jóhannsdóttir Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira