Á meðfylgjandi mynd, sem Mark Weller enskur farþegi rútunnar stuttu eftir veltuna, má sjá farþegana alla í kremju eftir veltuna. Flestir farþeganna voru í beltum og urðu þau að öllum líkindum til þess að enginn slasaðist.
Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúasastaði, en mikil hálka var á veginum og erfiðar aðstæður.
Mark sagði í samtali við blaðamann Vísis í gær að farþegarnir séu heppnir að hafa ekki slasast.
„Þið Íslendingar eruð kannski vön svona aðstæðum en ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni,“ sagði hann.
„Við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílveltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim einstaklingum.“

