"Reyndi í einhverri geðhræringu að spenna beltið þegar rútan valt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:15 Vinirnir saman komnir á Þingvöllum í dag. Frá vinstir; Edmund Lo, Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael Lu. mynd / valli Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi. Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi.
Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira