Innlent

Rúta valt við Öxará - 49 manns um borð

Kristján Hjálmarsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Rúta með 49 manns fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum rétt í þessu. Samkvæmt skeyti frá neyðarlínunni urðu ekki mikil slys á fólki. Farþegarnir eru allir erlendir ferðamenn.

Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði, sem er síðasti bærinn áður en komið er að sjálfum þjóðgarðinum. Mikil hálka hefur verið á veginum til Þingvalla og hvasst er í veðri.

„Það er argandi hálka hérna alveg frá Grafningi niður að þjóðgarði,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsen, frá þjóðgarðinum á Þingvöllum í samtali við Vísi.

Farþegarnir eru allir komnir út úr rútunni en fimm sjúkrabílar og einn lögreglubíll eru komnir á svæðið.

„Allir farþegarnir eru komnir í skjól og þeir bera sig furðu vel. Aðeins tveir eru með minni háttar áverka, annars er þetta vel sloppið,“ segir Einar.

Mynd/Stefán Árni
Rútan rannn út af veginum eins og sjá má á myndinni.Myndir/ Valli og Stefán Árni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×