Keyrt inn í Melabúðina Þórhildur Þorkelsdóttir og Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 17:17 Litlu munaði að illa færi í Melabúðinni í dag. MYND/VÍSIR Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira