Prins er fæddur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. júlí 2013 19:39 Fjöldi fólks beið barnsins fyrir utan St.Mary sjúkrahúsið í Paddington í London. Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur prins eignuðust dreng rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag, eða klukkan 16.24 að staðartíma. Í yfirlýsingu sem konungsfjölskyldan sendi frá sér kemur fram að móður og barni heilsist vel. Þar segir einnig að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur fæðinguna. Fjölskyldan mun dvelja á sjúkrahúsinu í nótt. Drengurinn er 3,8 kíló eða 15 merkur. Hann er númer þrjú í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar. Læknir Katrínar undirritaði formlega tilkynningu í samræmi við gamlar hefðir. Sendiboði konungsfjölskyldunnar fór með tilkynninguna til Buckinghamhallar og festi þar upp á aðalhliðið svo allir geti lesið. Karl Bretaprins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með sitt fyrsta barnabarn. „Ég og konan mín erum gífurlega hamingjusöm yfir fæðingu drengsins. Þetta er einstakt augnablik fyrir Vilhjálm og Katrinu og við samgleðjumst þeim innilega. Við hlökkum mikið til að sinna ömmu- og afahlutverkunum.“ Á heimasíðu Vilhjálms og Katrínar stendur í tilkynningu að nafn prinsins verði tilkynnt innan tíðar. Hann fær titilinn prinsinn af Cambridge. Fjölmiðlafulltrúi drottningarinnar og starfsmaður konungshallarinnar hengdu í kvöld upp tilkynningu um fæðingu prinsins samkvæmt gömlum hefðum fyrir utan Buckingham-höll. Á tilkynningunni stendur meðal annars að móður og barni heilsist vel. David Cameron, forsætirráðherra Bretlands, sendi hamingjuóskir til nýbökuðu foreldrana á Twitter-síðu sinni. „Allt landið mun fagna í kvöld, þið verðið dásamlegir foreldrar.“ Cameron spjallaði einnig við fjölmiðla fyrir utan Downing stræti 10. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Bretlandi þegar tilkynnt var um fæðingu krónprinsins.Prinsinn litli var boðinn velkominn í heiminn um allt Bretland.MYND/AFPFjölmargir höfðu safnast saman við St.Mary sjúkrahúsið í Paddington í London þar sem barnið kom í heiminn, og einnig við Buckingham-höll.Fagnaðarlæti við Buckingham-höll.Talið er að rúmlega þúsund ljósmyndarar og blaðamenn hafi beðið barnsins við sjúkrahúsið í dag. Þeim gefst fyrst tækifæri til að taka myndir afbarninu á morgun, en þá mun fjölskyldan að öllum líkindum yfirgefa spítalann.Fjölmiðlar bíða við sjúkrahúsið.Mynd/APSegja má að ákveðinn viðskiptaheimur hafi myndast í kringum fæðinguna, en fáar þungaðar konur hafa vakið jafn mikla athygli og Katrín. Þá hafa síðustu vikur verið opnaðir ýmsir veðbankar þar sem hægt er að giska á þyngd og kyn barnsins og leggja peninga undir.Vörur til heiðurs prinsinum eru strax komnar í sölu. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur prins eignuðust dreng rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag, eða klukkan 16.24 að staðartíma. Í yfirlýsingu sem konungsfjölskyldan sendi frá sér kemur fram að móður og barni heilsist vel. Þar segir einnig að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur fæðinguna. Fjölskyldan mun dvelja á sjúkrahúsinu í nótt. Drengurinn er 3,8 kíló eða 15 merkur. Hann er númer þrjú í röðinni í erfðaröð bresku krúnunnar. Læknir Katrínar undirritaði formlega tilkynningu í samræmi við gamlar hefðir. Sendiboði konungsfjölskyldunnar fór með tilkynninguna til Buckinghamhallar og festi þar upp á aðalhliðið svo allir geti lesið. Karl Bretaprins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með sitt fyrsta barnabarn. „Ég og konan mín erum gífurlega hamingjusöm yfir fæðingu drengsins. Þetta er einstakt augnablik fyrir Vilhjálm og Katrinu og við samgleðjumst þeim innilega. Við hlökkum mikið til að sinna ömmu- og afahlutverkunum.“ Á heimasíðu Vilhjálms og Katrínar stendur í tilkynningu að nafn prinsins verði tilkynnt innan tíðar. Hann fær titilinn prinsinn af Cambridge. Fjölmiðlafulltrúi drottningarinnar og starfsmaður konungshallarinnar hengdu í kvöld upp tilkynningu um fæðingu prinsins samkvæmt gömlum hefðum fyrir utan Buckingham-höll. Á tilkynningunni stendur meðal annars að móður og barni heilsist vel. David Cameron, forsætirráðherra Bretlands, sendi hamingjuóskir til nýbökuðu foreldrana á Twitter-síðu sinni. „Allt landið mun fagna í kvöld, þið verðið dásamlegir foreldrar.“ Cameron spjallaði einnig við fjölmiðla fyrir utan Downing stræti 10. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Bretlandi þegar tilkynnt var um fæðingu krónprinsins.Prinsinn litli var boðinn velkominn í heiminn um allt Bretland.MYND/AFPFjölmargir höfðu safnast saman við St.Mary sjúkrahúsið í Paddington í London þar sem barnið kom í heiminn, og einnig við Buckingham-höll.Fagnaðarlæti við Buckingham-höll.Talið er að rúmlega þúsund ljósmyndarar og blaðamenn hafi beðið barnsins við sjúkrahúsið í dag. Þeim gefst fyrst tækifæri til að taka myndir afbarninu á morgun, en þá mun fjölskyldan að öllum líkindum yfirgefa spítalann.Fjölmiðlar bíða við sjúkrahúsið.Mynd/APSegja má að ákveðinn viðskiptaheimur hafi myndast í kringum fæðinguna, en fáar þungaðar konur hafa vakið jafn mikla athygli og Katrín. Þá hafa síðustu vikur verið opnaðir ýmsir veðbankar þar sem hægt er að giska á þyngd og kyn barnsins og leggja peninga undir.Vörur til heiðurs prinsinum eru strax komnar í sölu.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira