Brúðkaupsbomba árið 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“