Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:05 "Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
"Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira