Guðmunda hefur bætt sig mikið á milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 06:00 Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði 11 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Mynd/Anton Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira