„Íslendingar mættu alveg vera reiðari“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2013 22:47 Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, segir fólk úr alls kyns stöðum í þjóðfélaginu fá reiðiköst og þurfa að leita sér hjálpar. „Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp