„Íslendingar mættu alveg vera reiðari“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2013 22:47 Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, segir fólk úr alls kyns stöðum í þjóðfélaginu fá reiðiköst og þurfa að leita sér hjálpar. „Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira