Rektor HÍ biðst afsökunar á óheppilegri málsmeðferð Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2013 19:19 Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg." Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg."
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira