Gríðarlega óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar topplið Barcelona gerði jafntefli, 0-0. við Osasuna á útivelli.
Barcelona hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessum leik og var með fullt hús stiga en eftir leikinn í dag er liðið í efsta sæti deildarinnar með 25 stig.
Atlético Madrid er einnig með fullt hús stiga í deildinni en á einn leik til góða á Barcelona.
Real Madrid vann fyrr í dag 2-0 sigur á Málaga og hefur því saxað á forskot Barca á liðið. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 22, aðeins þremur stigum á eftir Barcelona.
Barcelona tapaði í kvöld sínum fyrstu stigum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



