Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 Verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu segir lækna almennt skila sjúkraskrám til embættisins, en segir lýtalækna skera sig úr þeim hópi. afp/nordic photos Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira