Listamenn reiðir og hræddir vegna ummæla Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:42 Listamenn eru reiðir og óttaslegnir vegna orða Vigdísar. Kristín Steinsdóttir segir ljóst að samband rithöfunda muni bregðast við. Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg." Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg."
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira